Litlu-Vellir í Bárðardal

Svæðið er afmarkað á korti.  Bærinn Litlu-Vellir stendur í fjallshlíð þar sem veiðiland er fyrir ofan bæinn.  Jörðin er samtals 913 hektarar en það nýtist ekki allt til veiða þar sem ekki er leyfilegt að skjóta fyrir neðan bæinn eða nálægt vegi númer 842 sem liggur um jörðina.

Fjallshlíðin er gróin og náttúrulegt birkilendi er í kringum Sexhólagil.  Hægt er að leggja við bæinn og ganga upp frá honum að veiðisvæði.

Nafn: Kristján Jónsson
Heimilisfang:
GSM 861-0006
Netfang info@atvreykjavik.is