Um okkur
Austurnet ehfKaupvangi 6, 700 Egilsstöðum
hlunnindi@hlunnindi.is
Virðisaukaskattsnúmer: 107837
Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga, netpósti svarað eins fljótt og auðið er.
Samskipti við síðuna fara fram yfir örugga tengingu með skilríkjum frá LetsEncrypt
Samskipti við greiðslugátt fara fram yfir örugga tengingu með skilríkjum frá DigiCert
Vöru og ábyrgðarskilmálar
- Hvert keypt leyfi veitir heimild fyrir einu skotvopni óháð fjölda veiðimanna, t.d. mega tveir eða fleiri einstaklingar fara með eina byssu og þá nægir að hafa eitt leyfi.
- Hægt er að óska eftir að leyfi sé sett í endursölu, seljist leyfi aftur er það endurgreitt að fullu.
-
Sé óskað eftir endurgreiðslu er hvert tilfelli skoðað sérstaklega með tengilið þess svæðis
-
Dæmi (engan vegin tæmandi)
- Leyfi fæst endurgreitt ef veiðimaður kemst ekki af því að hann er að taka þátt í björgunaraðgerðum
- Leyfi fæst mögulega endurgreitt ef veðurspá er slæm og aðilar eru sammála um að það geti skapað hættu að fara til veiða
- Leyfi fæst ekki endurgreitt ef veiði var léleg
Greiðsluupplýsingar og afhendingarskilmálar
- Öll verð á síðunni eru í íslenskum krónum.
- Hlunnindi eru undanþegin virðisaukaskatti og því eru öll verð án virðisaukaskatts.
- Einungis er hægt að greiða fyrir vörur með kreditkortum
- Tekið er á móti greiðslum með greiðslukortum frá Visa, MasterCard og American Express
- Staðfesting um kaup með upplýsingum um vörur er send í tölvupósti til kaupanda strax gengið hefur verið frá greiðslu
Saga verkefnisins
Verkefnið á uppruna sinn í lokaverkefni Sigrúnar Víglundsdóttur við HR, en hún hannaði og skrifaði söluvef fyrir rjúpnaveiðileyfi sem síðan var settur upp og rekinn á rjupa.is. Austurnet ehf. var bakhjarl hennar í verkefninu og var Hafsteinn Halldórsson aðalleiðbeinandi.Upphaflega rak fyrirtæki sem heitir Skógráð vefinn www.rjupa.is , en Austurnet tók það seinna að sér.
Í framhaldi af því var ákveðið að víkka þetta hlutverk út, skrifa nýjan vef, þar sem hægt væri að selja ýmis önnur hlunnindi, s.s. veiðileyfi, berjatínsla, eggjataka o.s.frv.
Sala rjúpnaveiðileyfa er fyrsta viðfangsefnið sem tekið er í gagnið. Gæsaveiði verður vonandi í boði fljótlega og jafnvel eitthvað fleira.
Ýmsir hafa komið að þessu verki, bæði með ráðgjöf, styrkjum og öðrum hætti.
Þessir eru helstir:
- Austurnet ehf
- AN Lausnir ehf
- Vaxtasamningur Austurlands
- Fljótsdalshérað – Fjárafl
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands
- Skógrækt ríkisins
- Búnaðarsamband Austurlands
- Skotveiðifélag Austurlands
- Ferðaskrifstofa Austurlands
- Umhverfisstofnun