Þeistareykir - Svæði 3

Svæðið er afmarkað á korti. Aðkomuleiðir að svæðinu eru tvær, Reykjaheiðavegur upp frá Húsavík og Þeistareykjavegur frá Hólasandi (vegur 87). Reykjaheiðavegur/Þeistareykjavegur er uppbyggður og liggur í gegn um Þeistareyki frá Kísilvegi (vegur 87) og niður á Húsavík, þessi vegur liggur að öllum 4 veiðisvæðunum. Fjöldi slóða er á svæðinu sem geta verið þugfærir sökum snjóþyngsla. Öll svæðin eru mjög fjölbreytt en á þeim má finna fjalllendi, hraun, mólendi og gíga. Vegir eða vegslóðar skilja að öll svæðin en ytri mörk þeirra eru sveitarfélagsmörk.

Veiðisvæði 3 á Þeistareykjum afmarkast á eftirfarandi hátt

  • Norður: Slóði frá afmörkun bannsvæðis við Bæjarfjall að Litla-Víti og austur að sveitarfélagamörkum.
  • Suður: Slóði sem liggur sunnan Kvíhólafjalla og norðan Einbúa
  • Austur: Sveitarfélagamörk við Skútustaðahrepp.
  • Vestur: Nýji Þeistareykjavegur og ytri mörk á bannsvæði.

Svæði 3 er 4.270 hektarar að stærð.

Bannað er að veiða á aðliggjandi svæði í kringum Þeistareykjavirkjun og suður með Bæjarfjalli, upp að rótum Ketilsfjalls og fjallsbrún Bæjarfjalls.
Nafn: Sæþór Gunnsteinsson
Heimilisfang:
GSM 898-8327