Skógar í Fnjóskadal

Veiðisvæðið er afmarkað á korti.

Veiðisvæði er ofan girðingar sem liggur eftir Dalnum ofan við bæinn.  Ofan við bæ eru melar og svo hjalli, Dalurinn þar sem girðingin er.  Þeim tilmælum er beint til veiðimanna að vinsamlegast sýna einnig aðgát við byggð sem er suður af bæjarhúsum í Skógum.

Veiðisvæðið nær upp í Vaðlaheiðina.  Aðgengi er frá Vaðlaheiðarvegi upp frá Skógum.  Hægt er að leggja bílum við bæinn.  Jörðin er öll 930 hektarar en ekki nýtist allt svæðið til veiða.

Umhverfið er heiðarland, hólar og hæðir, lækjarfarvegir, melar, móar og uppgróið land.

Gisting er möguleg á svæðinu, hægt er að hafa samband við tengilið svæðis til að fá nánari upplýsingar.

Nafn: Bergljót Þorsteinsdóttir
Heimilisfang: Halldórsstöðum 2 641 Húsavík
Símanúmer 464-3297
GSM 846-9674
Netfang ingvarbegga@hotmail.com