Sveinatunga og Gestsstaðir

Veiðisvæðið er Sveinatungumúli milli Sanddalsár og Norðurár, nánar afmarkað með grænni línu á korti.  Svæðið er samtals um 2000 hektarar og er í um 130 km akstursfjarlægð frá Reykjavík, 20 km akstursfjarlægð norðan við Bifröst

Aðgengi er frá þjóðvegi 1 á fólksbíl að Sveinatungu eða inn Sanddal austanmegin við Sanddalsá inn sumarhúsahverfið.  Einnig er hægt að keyra jeppaslóða inn Sanddal, vestanmegin við Sanddalsá allt að Gestsstöðum og Sanddalstungu.

Veiðimenn er áminntir um að leggja aðeins í þau stæði sem merkt eru inn á kortið hér til hliðar, en ekki við sumarbústaðahverfið í Sanddal.  Einnig skal það ítrekað að ekki má hleypa af byssu nær bústöðunum en 500 m og eru veiðimenn beðnir að taka tillit til þessa.  Athugið vel útlínur svæðisins áður en lagt er af stað.

Allir sem fá veiðileyfi eru beðnir um að skila veiðitölum, annað hvort á vef eða í tölvupósti til landeiganda.

Nafn: Yngvi Óttarsson
Heimilisfang: Síðumúla 34, 108 Reykjavík
GSM 892-1519/892-1529
Netfang yngvi@iec.is