Vaglir í Hörgársveit
Svæðið er afmarkað á korti, að utan af landamerkjum við Krossastaði og Krossastaðaá, að ofan af háfjallinu og að innan við landamerki að Steðja. Að neðan afmarkast svæðið af þjóðvegi 1.
Svæðið er um 800 hektarar að stærð, hvort tveggja fjalllendi og vel gróið láglendi sem að nokkrum hluta er vaxið ræktuðum skógi (um 60 hektarar). Aðkoma er frá þjóðvegi 1 um 15 km vestan við Akureyri og ca. 2 km sunnan við Þelamerkurskóla. Stuttur bílvegur liggur nyrst og neðst á svæðinu frá þjóðvegi 1 og að bílastæði. Þaðan skal gengið til rjúpna.
Nafn: | Rúnar Ísleifsson |
Heimilisfang: | Vöglum, 601 Akureyri |
Símanúmer | 470-2061 |
GSM | 896-3112 |
Netfang | runar@skogur.is |