Þórðarstaðaskógur í Fnjóskadal

Svæðið er afmarkað á korti. Að utan og ofan afmarkast veiðisvæðið af landamerkjum við Lund, að innan af gili sem liggur stutt sunnan við bæinn á Þórðarstöðum og að neðan afmarkast veiðisvæðið af Fnjóská og melkollum ofan íbúðarhússins á Þórðarstöðum.

Svæðið er um 900 hektarar að stærð, hvort tveggja fjalllendi og láglendi sem að langstærstum hluta er vaxið birkiskógi (300 hektarar). Aðkoma er við Þórðarstaðabæinn. Beygt er af þjóðvegi 1 austan Víkurskarðs inn á veg 833 sem liggur frá brúnni við Fnjóská. Ekið er að Illugastöðum um 15 km innar í Fnjóskadal. Þar er farið yfir brú á Fnjóská og langleiðina heim að bænum á Þórðarstöðum. Veiðimenn skulu leggja bílum sínum í hæfilegri fjarlægð sunnan við bæinn og ganga þaðan til rjúpna. Ekki er leyft að fara lengra á bílum í tengslum við rjúpnaveiðar í utanverðum Þórðarstaðaskógi.

Mikilvægt er að veiðimenn taki tillit til íbúa á Þórðarstöðum þannig að þeir verði fyrir sem minnstu ónæði vegna veiðanna.

Veiðimenn skulu einnig hafa í huga að á veiðisvæðinu eru víða þekkt snjóflóðasvæði og eru veiðimenn beðnir um að fara að öllu með gát þegar aðstæður eru þannig að hætta geti verið á snjóflóðum.

Nafn: Rúnar Ísleifsson
Heimilisfang: Vöglum, 601 Akureyri
Símanúmer 470-2061
GSM 896-3112
Netfang runar@skogur.is