Melar og Skuggabjörg
Svæðið er afmarkað á korti. Að sunnan afmarkast veiðisvæðið af landamerkjum jarðanna Skuggabjarga og Mela og skógargirðingu norðan eyðibýlisins Mela. Að vestan með Gæsagili að Fnjóská til móts við bæinn Skarð. Að norðan og austan eru mörkin með Fnjóská að skógargirðingu norðan eyðibýlisins Mela. Svæðið er um 1.120 hektarar að stærð, hvort tveggja fjallendi og láglendi sem að stórum hluta er skógi vaxið. Aðkoma er frá þjóðvegi 1, austan Víkurskarðs, að Draflastöðum og Hjarðarholti (þjóðvegur nr. 834) og þaðan eftir bílslóða ca. 2,5 km. leið að eyðibýlinu Melum. Bílslóðinn frá Draflastöðum og Hjarðarholti að Melum verður oft ófær að vetrarlagi.
Nafn: | Rúnar Ísleifsson |
Heimilisfang: | Vöglum, 601 Akureyri |
Símanúmer | 470-2061 |
GSM | 896-3112 |
Netfang | runar@skogur.is |