Fréttir
Nýtt veiðisvæði - Hrappstaðir í Bárðardal
Skrifað: 27.10.2023 16:50:16, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Nýtt veiðisvæði var að bætast í flóruna, Hrappsstaðir í Bárðardal. Svæðið er um 500ha af landi sem einkennist af hlíð með móum og lágvöxnu, sjálfsáðu birki og kjarri. Leyfðar eru tvær byssur á dag og kostar hvert leyfi 9.000 kr. Þar sem tímabilið er hafið hefst sala leyfa strax.
Vinsamlegast sýnið nærgætni við húseiganda á afmarkaðri eignarlóð í landi jarðarinnar.
Nýtt veiðisvæði - Hlíðskógar í Bárðardal
Skrifað: 19.10.2023 13:23:44, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Við bjóðum velkomna eigendur Hlíðskóga í Bárðardal, sem hafa ákveðið að selja rjúpnaveiðileyfi á jörð sína í haust. Jörðin er uþb 1200 Ha, kjarri vaxin hlíð Vallafjalls og sléttlendi uppi á Vallafjalli.
Leyfðar verða tvær byssur á dag og mun hvert leyfi kosta 12.000 kr. Í ljósi þess hve stutt er í tímabilið mun sala hefjast fimmtudaginn 19. október kl 20:00
Veiðitímabil 2023 - Stuttur fyrirvari
Skrifað: 7.10.2023 19:37:08, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Veiðitímabil rjúpu hefur loksins verið staðfest, frá 20. október og til og með 21. nóvember, samtals 25 dagar. Heimilt er að veiða frá föstudegi og til og með þriðjudags, en ekki verður um neinar tímatakmarkanir að ræða í ár.
- 20. október til og með 24. október = 5 dagar
- 27. október til og með 31. október = 5 dagar
- 3. nóvember til og með 7. nóvember = 5 dagar
- 10. nóvember til og með 14. nóvember = 5 dagar
- 17. nóvember til og með 21. nóvember = 5 dagar
Í ljósi þess hvað fyrirvarinn er stuttur mun sala hefjast fimmtudaginn 12. október kl 20:00 fyrir þær jarðir sem hafa staðfest þátttöku.
Þær jarðir sem hafa verið staðfestar hafa fjölda leyfa og verð hér að neðan, við munum uppfæra fréttina eftir því sem staðfestingar berast.
Veiðisvæði | Fjöldi leyfa á dag | Verð pr. leyfi |
Bakkasel í Fnjóskadal | 3 | 6.500 kr. |
Draflastaðir í Fnjóskadal | 4 | 9.000 kr. |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6 | 6.500 kr |
Heiðarlönd ofan Haukadalsskógar | 4 | 7.500 kr. |
Hof - Hofsborgartunga | 3 | 7.500 kr. |
Hof - Hofsháls | 2 | 6.000 kr. |
Litluvellir í Bárðardal | 2 | 12.000 kr. |
Jórvík í Breiðdal | 2 | 6.500 kr. |
Melar og Skuggabjörg | 4 | 7.500 kr |
Ormsstaðir í Breiðdal | 3 | 6.500 kr. |
Skógar í Fnjóskadal | 3 | 6.000 kr. |
Sveinatunga og Gestsstaðir | 4 | 14.000 kr. |
Þeistareykir - Öll svæði | 5 | 9.000 kr. |
Þórðarstaðaskógur í Fnjóskadal | 4 | 6.500 kr. |
Vaglir í Hörgársveit | 2 | 6.500 kr. |
Víðidalur á Fjöllum - Þjóðfellsbungur | 2 | 8.000 kr. |
Víðidalur á Fjöllum - Víðidalsfjöll | 2 | 8.000 kr. |
Hlíðskógar í Bárðardal | 2 | 12.000 kr. |
Hrappstaðir í Bárðardal | 2 | 9.000 kr. |
Veiðitímabil 2022 - helstu upplýsingar
Skrifað: 18.10.2022 10:37:55, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember - 4. desember í ár.
Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.
Framboð á veiðileyfum er hægt að skoða á www.hlunnindi.is og sala hefst að öllu forfallalausu kl. 20:00 föstudaginn 21. október 2022.
3DS auðkenning greiðsluhirða hefur tekið breytingum. Núna kemur staðfestingin annað hvort í síma eða í heimabanka, það getur því verið þægilegt að vera búinn að skrá sig inn í heimabankann áður en greitt er fyrir veiðileyfi, eða hafa símann við hendina.
Ef einhver vandamál koma upp vil ég biðja ykkur um að senda okkur upplýsingar um hvað fór úrskeiðis á hlunnindi@hlunnindi.is
Veiðisvæði | Fjöldi leyfa á dag | Verð pr. leyfi |
---|---|---|
Bakkasel í Fnjóskadal | 3 | 4500 |
Draflastaðir í Fnjóskadal | 4 | 6000 |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6 | 4500 |
Heiðarlönd ofan Haukadalsskógar | 4 | 5000 |
Hof – Hofsborgartunga | 3 | 5000 |
Hof - Hofsháls | 2 | 6000 |
Litluvellir í Bárðardal | 3 | 8000 |
Jórvík í Breiðdal | 2 | 4500 |
Melar og Skuggabjörg | 4 | 6000 |
Ormsstaðir í Breiðdal | 3 | 4500 |
Skógar í Fnjóskadal | 3 | 5000 |
Sveinatunga og Gestsstaðir | 4 | 12000 |
Þeistareykir - Svæði 1 | 5 | 6000 |
Þeistareykir - Svæði 2 | 5 | 6000 |
Þeistareykir - Svæði 3 | 5 | 6000 |
Þeistareykir - Svæði 4 | 5 | 6000 |
Þórðarstaðaskógur í Fnjóskadal | 4 | 5500 |
Vaglir í Hörgársveit | 2 | 4500 |
Víðidalur á Fjöllum - Þjóðfellsbungur | 2 | 8000 |
Víðidalur á Fjöllum - Víðidalsfjöll | 2 | 8000 |
Breytt fyrirkomulag rjúpnaveiða 2021
Skrifað: 30.10.2021 11:57:18, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Tilkynnt var um breytt fyrirkomulag á veiðitíma rjúpu fyrir komandi veiðitímabil núna rétt fyrir helgi. Tímabilið og veiðidagar eru þeir sömu en ekki er heimilt að hefja leit eða veiði á rjúpu fyrr en kl. 12.00 þá daga sem heimilt er að veiða og skal veiði eingöngu standa á meðan birtu nýtur.
Í ljósi þessara breytinga og þeirra áhrifa sem þær hafa á veiðileyfi sem veiðimenn hafa keypt þá höfum við haft samband við landeigendur um hvernig hægt sé að koma til móts við veiðimenn og þeirri takmörkun á veiðileyfum sem þetta hefur í för með sér.
- Þeistareykir - Verð lækkar í 6.000 kr.
- Draflastaðir - Verð lækkar í 6.000 kr.
- Hofsborgartunga - Verð lækkað í 5.000 kr.
- Gilsárdalur-Hallormsstaðaháls - Verð lækkar í 4.500 kr.
- Heiðarlönd ofan Haukadalsskógar - Verð lækkar í 4.500 kr.
- Bakkasel í Fnjóskadal - Verð lækkar í 4.500 kr.
- Melar og Skuggabjörg - Verð lækkar í 6.000 kr.
- Þórðarstaðaskógur - Verð lækkar í 5.500 kr.
- Vaglir á Þelamörk - Verð lækkar í 4.500 kr.
- Skógar í Fnjóskadal - Verð lækkar í 5.000 kr.
- Jórvík í Breiðdal - Verð lækkar í 4.500 kr.
- Ormsstaðir í Breiðdal - Verð lækkar í 4.500 kr.
- Sveinatunga og Gestsstaðir - Óbreytt verð en þeir sem þess óska geta fengið leyfin endurgreidd að fullu.
- Víðidalur á Fjöllum bæði svæði - Óbreytt verð en þeir sem þess óska geta fengið leyfin endurgreidd að fullu.
Unnið er að verðbreytingum, veiðileyfishöfum verður endurgreiddur mismunurinn við fyrsta tækifæri.
Uppfært: Verðbreytingum er nú lokið og veiðileyfishöfum hefur verið endurgreiddur mismunur. Ef einhverjir telja sig ekki hafa fengið endurgreitt þá endilega hafa samband við hlunnindi@hlunnindi.is og við kíkjum á það.
Þessi frétt verður uppfærð eftir því sem við fáum fleiri svör.
Ný jörð - Þeistareykir á Reykjaheiði
Skrifað: 20.10.2021 11:01:10, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Okkur er sönn ánægja að bjóða upp á veiðileyfi á jörðinni Þeistareykjum á Reykjaheiði í ár, í samstarfi við Þingeyjarsveit sem er eigandi jarðarinnar.
Jörðin er ca 250km² og er skipt upp í fimm svæði, fjögur svæði þar sem veiðar eru heimilar og eitt svæði þar sem veiðar eru bannaðar.
Aðkomuleiðir að svæðinu eru tvær. Reykjaheiðavegur upp frá Húsavík og Þeistareykjavegur frá Hólasandi. Öll svæðin eru mjög fjölbreytt en á þeim má finna fjalllendi, hraun, mólendi og gíga. Vegir eða vegslóðar skilja að öll svæðin.
Sala mun hefjast föstudaginn 22. október kl 20:00. Leyfðar eru fimm byssur á hvert svæði á dag og verðið er 9.000 kr fyrir hvert leyfi.
Villa í greiðsluferli í sölu 1. okt 2021
Skrifað: 1.10.2021 21:03:13, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Greiðslukerfið ákvað að vera erfitt og hafa margir lent í vandræðum með 3DS auðkenningu. Við erum að rannsaka hvað veldur en notendur fá þá upp villu, en þó er rukkað af kortinu þeirra. Ég vil biðja alla sem hafa lent í því að það hefur verið tekið af kortinu þeirra að hafa samband á netfangið hlunnindi@hlunnindi.is og biðja okkur um að leiðrétta mistökin.
Við höfum ákveðið að stöðva sölu og hefja hana aftur 8. október kl 20:00. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda.
Uppfært: Kerfið hefur verið yfirfarið og uppfært, og vonandi er greiðsluferlið orðið þolnara fyrir áföllum í 3DS auðkenningu. Ef einhverjir lenda ennþá í vandræðum þá væri gott fyrir okkur að fá skjáskot af villunni og upplýsingar á netfangið hlunnindi@hlunnindi.is
Rjúpnaveiði 2021
Skrifað: 14.9.2021 10:46:13, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Rjúpnaveiðitímabil var síðast ákveðið til þriggja ára og verður því með sama sniði núna og síðustu tvör ár. Veiðitímabilið er frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember. Leyfilegt er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags. Veiðibann er miðvikudaga og fimmtudaga. Veiðdagarnir verða þá 22 á eftirfarandi dagsetningum:
1. nóv til og með 2. nóv => 2 veiðidagar
5. nóv til og með 9. nóv => 5 veiðidagar
12. nóv til og með 16. nóv => 5 veiðidagar
19. nóv til og með 23. nóv => 5 veiðidagar
26. nóv til og með 30. nóv => 5 veiðidagar
Við stefnum á að hefja sölu á veiðileyfum föstudaginn 1. október kl 20:00.
Eftirfarandi svæði hafa staðfest þátttöku, verð per leyfi og fjöldi leyfa á svæði á dag. Fréttin verður uppfærð með svæðum eftir því sem staðfestingar berast, við vonum að það verði sem fyrst.
Svæði | Verð fyrir hvert leyfi | Fjöldi leyfa á dag |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6.500 kr. | 6 |
Bakkasel í Fnjóskadal | 7.000 kr. | 3 |
Melar og Skuggabjörg | 9.000 kr. | 4 |
Jórvík í Breiðdal | 6.500 kr. | 2 |
Hof - Hofsborgartunga | 7.500 kr. | 3 |
Hof - Hofsháls | 6.000 kr. | 2 |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6.500 kr. | 3 |
Tókastaðir á Fljótsdalshéraði | 6.000 kr. | 4 |
Þórðarstaðaskógur í Fnjóskadal | 8.000 kr. | 4 |
Vaglir í Hörgársveit | 7.000 kr. | 2 |
Skógar í Fnjóskadal | 6.000 kr. | 3 |
Draflastaðir í Fnjóskadal | 9.000 kr. | 4 |
Heiðarlönd ofan Haukadalsskógar | 6.500 kr. | 4 |
Sveinatunga og Gestsstaðir | 9.500 kr. | 4 |
Víðidalur á Fjöllum - Víðidalsfjöll og Þjóðfellsbungur | 8.000 kr. | 2 |
Að kröfu greiðsluhirða höfum við bætt við 3DS auðkenningu í greiðsluferlið. Þeir sem eru með aukna auðkenningu á greiðslukortunum (t.d. Verified by VISA) munu fá sendann kóða í símann sem þarf að slá inn á sérstaka síðu sem bætist við í greiðsluferlið. Það er því gott að hafa símann við hendina þegar farið er í gegnum greiðsluferlið.
Það hafa komið upp vandamál með 3DS innleiðingu hjá greiðsluhirðum, og svo hafa þeir verið að lenda í netárásum sem hafa valdið vandræðum fyrir notendur. Við höfum reynt að baktryggja okkur eins og hægt er þannig að veiðimenn haldi sínum leyfum fráteknum þrátt fyrir að greiðsla takist ekki. Ef einhver vandmál koma upp vil ég biðja ykkur um að senda okkur upplýsingar um hvað fór úrskeyðis á hlunnindi@hlunnindi.is
Covid-19 og rjúpnaveiði
Skrifað: 19.10.2020 15:01:39, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Við viljum biðja veiðimenn um að sýna aðgát í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu um þessar mundir, og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lágmarka líkur á smiti. Við viljum biðja alla um að fylgjast með, og fara eftir, þeim takmörkunum og tilmælum sem eru í gangi á meðan á rjúpnaveiðitímabilinu stendur. Nýjustu aðgerðir er hægt að finna á vef Stjórnarráðsins (https://www.stjornarradid.is) og á helstu fréttamiðlum.
Sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli um að fólk sé ekki að ferðast frá höfuðborginni í aðra landshluta nema nauðsyn beri til. Eðlilega teljast rjúpnaveiðar ekki vera brýn nauðsyn, og því viljum við hvetja alla til að virða þessi tilmæli og fara varlega.
Ný jörð - Draflastaðir í Fnjóskadal
Skrifað: 13.10.2020 11:22:36, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Það er okkur mikil ánægja að bjóða velkomna í hópinn jörðina Draflastaði í Fnjóskadal. Veiðisvæðið er upp frá bænum upp í Draflastaðafjall og norðan við Víkurskarð. Leyfðar verða fjórar byssur á svæðið á dag og verðið verður 9.000 kr. fyrir hvert leyfi.
Sala leyfa hefst föstudaginn 16. okt kl 20:00.
Rjúpnaveiði 2020
Skrifað: 2.10.2020 10:06:51, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Rjúpnaveiðitímabil var síðast ákveðið til þriggja ára og verður því með sama sniði núna og það var í fyrra, og verður á næsta ári. Tímabilið er frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember. Leyft verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags. Veiðibann er miðvikudaga og fimmtudaga. Veiðdagarnir verða þá 22 á eftirfarandi dagsetningum:
- sunnudagur 1. nóv. til þriðjudagsins 3. nóv. => 3 veiðidagar
- föstudagur 6. nóv. til þriðjudagsins 10. nóv. => 5 veiðidagar
- föstudagur 13. nóv. til þriðjudagsins 17. nóv. => 5 veiðidagar
- föstudagur 20. nóv. til þriðjudagsins 24. nóv. => 5 veiðidagar
- föstudagur 27. nóv. til mánudagsins 30. nóv. => 4 veiðidagar
Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef Umhverfisstofnunar á https://ust.is/veidi/veiditimabil/
Við stefnum á að hefja sölu á veiðileyfum föstudaginn 9. október kl 20:00.
Eftirfarandi svæði hafa staðfest þátttöku, verð per leyfi og fjöldi leyfa á svæði á dag. Fréttin verður uppfærð með svæðum eftir því sem staðfestingar berast, við vonum að það verði sem fyrst.
Svæði | Verð fyrir hvert leyfi | Fjöldi leyfa á dag |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7.500 kr. | 3 |
Hofsháls í Vopnafirði | 6.000 kr. | 2 |
Tókastaðir á Fljótsdalshéraði | 6.000 kr. | 4 |
Heiðalönd ofan Haukadalsskógar | 6.500 kr. | 4 |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6.500 kr. | 6 |
Jórvík í Breiðdal | 6.500 kr. | 2 |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6.500 kr. | 3 |
Sveinatunga og Gestsstaðir | 9.500 kr. | 4 |
Víðivellir Ytri II í Fljótsdal - Efra og neðra svæði | 6.500 kr. | 3 |
Bakkasel í Fnjóskadal | 7.000 kr. | 3 |
Melar og Skuggabjörg í Fnjóskadal | 9.000 kr. | 4 |
Þórðarstaðaskógur í innanverðum Fnjóskadal | 8.000 kr. | 4 |
Vaglir á Þelamörk í Hörgársveit | 7.000 kr. | 2 |
Víðidalur á Fjöllum - Víðidalsfjöll og Þjóðfellsbungur | 8.000 kr. | 2 |
Skógar í Fnjóskadal | 6.000 kr. | 3 |
Litluvellir í Bárðardal | 8.000 kr. | 3 |
Rjúpnaveiði 2019
Skrifað: 3.9.2019 15:11:52, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðitímabil rjúpu verði frá 1. nóvember til 30. nóvember. Leyft er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags. Veiðibann er miðvikudaga og fimmtudaga. Veiðidagarnir verða því eftirfarandi:
- Föstudaginn 1. nóv. til þriðjudagsins 5. nóv.
- Föstudaginn 8. nóv. til þriðjudagsins 12. nóv.
- Föstudaginn 15. nóv. til þriðjudagsins 19. nóv.
- Föstudaginn 22. nóv. til þriðjudagsins 26. nóv.
- Föstudaginn 29. nóv. og laugardaginn 30. nóv.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef Umhverfisstofnunar (https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2019/08/30/Meiri-sveigjanleiki-i-fyrirkomulagi-rjupnaveida/)
Stefnan hjá okkur er að hefja sölu fjórum vikum fyrir fyrsta veiðidag, föstudaginn 4. október kl 20:00.
Eftirfarandi svæði hafa staðfest þátttöku, verð per leyfi og fjöldi leyfa á svæði á dag. Fréttin verður uppfærð með svæðum eftir því sem staðfestingar berast, við vonum að það verði sem fyrst.
Svæði | Verð fyrir hvert leyfi | Fjöldi leyfa á dag |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7.500 kr. | 3 |
Hofsháls í Vopnafirði | 6.000 kr. | 2 |
Tókastaðir á Fljótsdalshéraði | 6.000 kr. | 4 |
Bakkasel í Fnjóskadal | 7.000 kr. | 3 |
Melar og Skuggabjörg í Fnjóskadal | 9.000 kr. | 4 |
Þórðarstaðaskógur í innanverðum Fnjóskadal | 8.000 kr. | 4 |
Vaglir á Þelamörk í Hörgársveit | 7.000 kr. | 2 |
Heiðalönd ofan Haukadalsskógar | 6.500 kr. | 4 |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6.500 kr. | 6 |
Jórvík í Breiðdal | 6.500 kr. | 2 |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6.500 kr. | 3 |
Sveinatunga og Gestsstaðir | 9.500 kr. | 4 |
Víðivellir Ytri II í Fljótsdal | 6.500 kr. | 3 |
Víðidalur á Fjöllum | 8.000 kr. | 2 |
Litlu-Vellir í Bárðardal | 8.000 kr | 3 |
Skógar í Fnjóskadal | 6.000 kr. | 3 |
Ný jörð - Skógar í Fnjóskadal
Skrifað: 2.11.2018 17:00:19, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Það er okkur sérstök ánægja að geta bætt ennþá í úrval veiðistaða handa veiðimönnum, með því að bæta við í sölu jörðinni Skógar í Fnjóskadal. Hún er staðsett nálægt nýju Vaðlaheiðargöngunum gegnt Vaglaskógi og er veiðisvæðið fyrir ofan bæinn upp í Vaðlaheiðina. Leyfðar verða þrjár byssur á þessu tímabili og mun verðið vera 6.000 krónur fyrir hvert leyfi.
Í ljósi þess að veiðitímabilið er hafið þá verður sala sett í gang með mjög stuttum fyrirvara, sala hefst föstudaginn 2. nóvember kl 20:00.
Breytingar á veiðitímabili
Skrifað: 26.10.2018 10:26:32, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að bæta við einni helgi á veiðitímabilinu 2018. Leyfðir veiðidagar á tímabilinu verða þá 15 í stað 12 og eru nýju dagarnir föstudagurinn 23. nóvember, laugardagurinn 24. nóvember og sunnudagurinn 25. nóvember.
Við erum að bíða eftir staðfestingu frá landeigendum um hvort þeir vilji ekki vera með framboð á þessum dögum. Stefnan er svo að hefja sölu á þessa viðbótardaga mánudaginn 29. október kl 20:00 á öllum þeim svæðum þar sem staðfesting liggur fyrir.
Klukkutíma áður verða öll svæði tekin úr sölu og ég vil ekki gera það fyrr en eftir helgina þar sem einhverjir vilja kannski nýta sér samdægurs afslætti.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018 má finna á slóðinni https://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2018/10/25/Fyrirkomulag-rjupnaveida-2018/
Ný jörð - Litlu-Vellir í Bárðardal
Skrifað: 23.10.2018 12:26:35, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Við erum gríðarlega ánægð með að geta kynnt nýtt rjúpnaveiðisvæði fyrir tímabilið 2018, Litlu-Vellir í Bárðardal. Jörðin er staðsett innarlega í Bárðardal á Norðurlandi og er í einkaeigu. Veiðisvæðið er stórt svæði í fjallshlíð fyrir ofan bæinn. Leyfðar verða 4 byssur á dag og er verðið fyrir hvert leyfi 8.000 krónur. Næg bílastæði eru heima við bæinn þar sem hægt er að ganga upp í fjallshlíðina.
Vegna þess hversu stutt er í fyrsta veiðidag þá eru leyfin sett í sölu með stuttum fyrirvara, sala mun hefjast 23. október kl 20:00.
ATH: Uppfærður fjöldi leyfa á svæði, til stóð að hafa 6 byssur á dag en ákveðið hefur verið að hafa bara 4.
Ný jörð - Víðidalur á Fjöllum
Skrifað: 19.10.2018 16:39:24, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna nýtt veiðisvæði fyrir árið 2018, Víðidalur á Fjöllum. Jörðin er staðsett í Víðidal á Austurlandi og er í eigu Landgræðslu ríkisins. Veiðisvæðin eru tvö, Víðidalsfjöll og Þjóðfellsbungur. Tvær byssur verða leyfðar á hvort svæði á dag og verðið fyrir eitt leyfi er 8.000kr. Undirstrikað skal að veiðar á þessum svæði án leyfis er nú bönnuð og leyfi eru einungis seld í gegnum hlunnindi.is. Veiðimenn eru hvattir til að hafa með sér útprentun á staðfestingu á veiðileyfum og hafa strax samband við umsjónarmann svæðis ef þeir verða varir við veiðimenn sem eru í leyfisleysi.
Vegna þess hve stutt er í fyrsta veiðidag þá eru leyfin sett í sölu með mjög stuttum fyrirvara, sala hefst 19. október kl 20:00.
Nýbreytni í verðlagningu
Skrifað: 18.10.2018 13:59:59, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Fyrir þetta tímabil ætlum við að prófa að bjóða leyfi sem gilda samdægurs til sölu á hálfvirði, þannig að ef að morgni veiðidags er keypti leyfi sem gildir þann dag og svo haldið rakleiðis til veiða þá mun leyfið kosta helming af því sem það kostar venjulega. Miðað er við að leyfin séu keypt eftir 06:00 að morgni veiðidags.
Við vonum að þetta eigi eftir að gera fleiri veiðimönnum tækifæri á að "skjótast" einn og einn túr án þess að það slasi greiðslukortið of mikið.
Neðangreind svæði taka þátt í þessari tilraun og ef vel reynist vonum við að fleiri svæði taki þátt. Þessi frétt verður uppfærð eftir því sem svæði bætast við.
- Hofsborgartunga í Vopnafirði
- Hofsháls í Vopnafirði
- Bakkasel í Fnjóskadal
- Melar og Skuggabjörg í Fnjóskadal
- Þórðarstaðaskógur í Fnjóskadal
- Vaglir á Þelamörk
- Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls
- Jórvík í Breiðdal
- Ormsstaðir í Breiðdal
- Tókastaðir
Rjúpnaveiði 2018
Skrifað: 10.9.2018 16:39:59, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Fyrir tímabilið 2018 er stefnan að hefja sölu fjórum vikum fyrir fyrsta veiðidag, eða föstudaginn 28. september kl 20:00.
Eins og fyrri ár eru veiðidagarnir tólf og skiptast á fjórar helgar. Síðust helgina í október og fyrstu þrjár helgarnar í nóvember.
- Föstudaginn 26. október, laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október.
- Föstudaginn 2. nóvember, laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember.
- Föstudaginn 9. nóvember, laugardaginn 10. nóvember og sunnudaginn 11. nóvember.
- Föstudaginn 16. nóvember, laugardaginn 17. nóvember og sunnudaginn 18. nóvember.
- Föstudaginn 23. nóvember, laugardaginn 24. nóvember og sunnudaginn 25. nóvember.
Eftirfarandi svæði hafa staðfest þátttöku, verð per leyfi og fjöldi leyfa á svæði á dag, þessi frétt verður uppfærð með svæðum eftir því sem staðfestingar berast, við vonum að það verði sem fyrst.
Svæði | Verð fyrir hvert leyfi | Fjöldi leyfa á dag |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7.500 kr. | 3 |
Hofsháls í Vopnafirði | 6.000 kr. | 2 |
Stóra-Sandfell 1 í Skriðdal | 7.500 kr. | 4 |
Tókastaðir á Fljótsdalshéraði | 6.000 kr. | 4 |
Bakkasel í Fnjóskadal | 7.000 kr. | 3 |
Melar og Skuggabjörg í Fnjóskadal | 9.000 kr. | 4 |
Þórðarstaðaskógur í innanverðum Fnjóskadal | 8.000 kr. | 4 |
Vaglir á Þelamörk í Hörgársveit | 7.000 kr. | 2 |
Heiðalönd ofan Haukadalsskógar | 6.500 kr. | 4 |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6.500 kr. | 6 |
Jórvík í Breiðdal | 6.500 kr. | 2 |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6.500 kr. | 3 |
Sveinatunga og Gestsstaðir | 9.500 kr. | 4 |
Víðivellir Ytri II í Fljótsdal | 6.500 kr. | 3 |
Ráðstefna um veiðar í sátt við samfélag og náttúru.
Skrifað: 22.11.2017 15:29:10, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Umhverfisstofnun mun halda ráðstefnu sem nefnist Veiðistjórn í sátt við samfélag og náttúru - Wildlife management - Interaction of sustainable hunting and conservation. Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 24. nóvember 2017 (kl. 13:00-17:00) á Grandhótel í Reykjavík.
Leiðarljós ráðstefnunnar er veiðistjórnun í sátt við samfélagið þannig að allir geti upplifað og notið villtrar náttúru.
Kynnt verður stefnumótunarvinna við veiðistjórnun í Svíþjóð og farið yfir stjórnunaráætlanir varðandi gæsir í Evrópu, þar sem sérstaklega er horft til heiðagæsa.
Með ráðstefnunni verður lagður umræðugrunnur fyrir vinnu við sambærilega stefnumótun hér á landi.
Ráðstefnan mun að mestu fara fram á ensku, allir eru velkomnir!
Skráning fer fram í gegnum eftirfarandi slóð:
https://goo.gl/forms/j74ci6s28xosorkh1
Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við skráningum í gegnum síma.
Hér má sjá dagskrá ráðstefnunar:
https://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2017/11/14/Radstefna-um-veidar-i-satt-vid-samfelag-og-natturu/
Laus leyfi
Skrifað: 15.11.2017 13:59:17, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Við viljum vekja athygli á að vegna forfalla er eitt laust leyfi í Mela- og Skuggabjargaskógi 19. nóv, síðasta veiðidag.
Eins eru tvö laus leyfi 18. nóv á veiðisvæðinu á Vöglum á Þelamörk.
Rjúpnaveiði 2017
Skrifað: 18.9.2017 16:13:05, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Sælir veiðimenn
Stefnan fyrir árið 2017 er að hefja sölu þrem vikum fyrir fyrsta veiðidag, eða 6. október kl 20:00. Vonandi truflar þetta fyrirkomulag ekki of mikið þá sem vilja horfa á fótboltaleik Íslands og Tyrklands þetta sama kvöld :-)
Sem fyrr eru veiðidagarnir 12 sem skiptast á fjórar helgar. Síðust helgina í október og fyrstu þrjár helgarnar í nóvember.
- Föstudaginn 27. október, laugardaginn 28. október og sunnudaginn 29. október.
- Föstudaginn 3. nóvember, laugardaginn 4. nóvember og sunnudaginn 5. nóvember.
- Föstudaginn 10. nóvember, laugardaginn 11. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember.
- Föstudaginn 17. nóvember, laugardaginn 18. nóvember og sunnudaginn 19. nóvember.
Eftirfarandi svæði hafa staðfest þátttöku, verð per leyfi og fjöldi leyfa á svæði á dag
Svæði | Verð fyrir hvert leyfi | Fjöldi leyfa á dag |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7.500 kr. | 3 |
Hofsháls í Vopnafirði | 6.000 kr. | 2 |
Stóra-Sandfell 1 í Skriðdal | 7.500 kr. | 4 |
Tókastaðir á Fljótsdalshéraði | 6.000 kr. | 4 |
Bakkasel í Fnjóskadal | 7.000 kr. | 3 |
Melar og Skuggabjörg í Fnjóskadal | 9.000 kr. | 4 |
Þórðarstaðaskógur í utanverðum Fnjóskadal | 8.000 kr. | 4 |
Vaglir á Þelamörk í Hörgársveit | 7.000 kr. | 2 |
Heiðalönd ofan Haukadalsskógar | 6.500 kr. | 4 |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6.500 kr. | 6 |
Jórvík í Breiðdal | 6.500 kr. | 2 |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6.500 kr. | 3 |
Sveinatunga og Gestsstaðir | 9.500 kr. | 4 |
Víðivellir Ytri II í Fljótsdal | 6.500 kr. | 3 |
Víðivellir Ytri II í Fljótsdal
Skrifað: 27.10.2016 16:33:14, Höfundur: Garðar Valur Hallfreðsson
Okkur er mikil ánægja að tilkynna nýja jörð sem hefur verið sett í sölu. Jörðin er við gilsárdal, Víðivellir Ytri II, og er skipt upp í tvö veiðisvæði en það verður boðið upp á 3 byssur per svæði á dag.
Rjúpnaveiði 2016
Skrifað: 14.9.2016 13:43:12, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Sælir veiðimenn!
Stefnan hjá okkur í ár er að hefja sölu á veiðileyfum 7. október kl 20:00. Ef þessi dagsetning breytist af einhverjum ástæðum þá verður það tilkynnt með að minnsta kosti viku fyrirvara.
Öllum til upprifjunar verður heimilt að veiða rjúpu 12 daga á eftirtöldum dögum:
Föstudagur 28. október, laugardagur 29. október, sunnudagur 30. október.
Föstudagur 4. nóvember, laugardagur 4. nóvember, sunnudagur 6. nóvember.
Föstudagur 11. nóvember, laugardagur 12. nóvember, sunnudagur 13. nóvember.
Föstudagur 18. nóvember, laugardagur 19. nóvember, sunnudagur 20. nóvember.
Hér er listi af þeim svæðum sem hafa staðfest þátttöku ásamt verði fyrir hvert leyfi og fjölda leyfa á dag. Þessi listi verður uppfærður þegar landeigendur eru búnir að staðfesta við okkur hvaða fyrirkomulag og verð þeir vilja hafa.
Svæði | Verð fyrir hvert leyfi | Fjöldi leyfa á dag |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7.500 kr. | 3 |
Hofsháls í Vopnafirði | 6.000 kr. | 2 |
Stóra-Sandfell 1 í Skriðdal | 7.500 kr. | 4 |
Tókastaðir á Fljótsdalshéraði | 6.000 kr. | 4 |
Bakkasel í Fnjóskadal | 7.000 kr. | 3 |
Melar og Skuggabjörg í Fnjóskadal | 9.000 kr. | 4 |
Þórðarstaðaskógur í Fnjóskadal | 8.000 kr. | 4 |
Vaglir á Þelamörk í Hörgársveit | 7.000 kr. | 2 |
Heiðalönd ofan Haukadalsskógar | 6.500 kr. | 4 |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6.500 kr. | 6 |
Jórvík í Breiðdal | 6.500 kr. | 2 |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6.500 kr. | 3 |
Sveinatunga og Gestsstaðir | 9.000 kr. | 4 |
Landeigendur sem eru áhugasamir um að setja svæði í sölu eru hvattir til að kynna sér skilmálana undir hlekknum "Nýjir landeigendur", eins er hægt að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið hlunnindi@hlunnindi.is. Einnig er hægt að hringja í síma 864 4950
Við viljum undirstrika það sama í ár og undanfarin ár.
Veiðileyfi á svæði sem eru til sölu hjá okkur eru einungis seld á hlunnindi.is.
Veiðimenn sem gripnir eru innan svæða og halda því fram að þeir séu með leyfi landeigenda eða umsjónarmanna eða nágranna eða sjálfstæðisflokksins eða vilja ekki sýna kvittanir um kaup á veiðileyfum eru einfaldlega í óleyfi og við hvetjum veiðimenn til að tilkynna þá strax til umsjónarmanns viðkomandi svæðis eða jafnvel lögreglu.
"Ja ég hef nú verið að veiða hérna í töttögu og femm ár og hef aldrei þurft að spyrja neinn um leyfi!" er engin afsökun.
Nýtt veiðisvæði 2015
Skrifað: 21.10.2015 08:34:43, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Það er mér mikil ánægja að tilkynna nýtt veiðisvæði, Sveinatungumúli milli Sanddalsár og Norðurár í ofanverðum Norðurárdal. Svæðið er samtals um 2000 hektarar og er í um 130km akstursfjarlægð frá Reykjavík og um 20km norðan við Bifröst.
Kort og staðarlýsing verða sett inn seinna í dag og vegna þess hversu stutt er í fyrsta veiðidag mu sala hefjast strax í kvöld, miðvikudaginn 21. október kl 20:00.
Á svæðinu munu verða fjögur leyfi á hverjum degi og verðið er 9.000 kr per leyfi.
Rjúpnaveiði 2015
Skrifað: 15.9.2015 13:38:23, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Stefnan í ár er að hefja sölu á veiðileyfum föstudaginn 2. október kl 20:00. Ef þessi dagsetning breytist þá verður það gert með að minnsta kosti viku fyrirvara.
Öllum til upprifjunar verður heimilt að veiða rjúpu eftirtalda 12 daga
föstudaginn 23. október, laugardaginn 24. október og sunnudaginn 25. október,
föstudaginn 30. október, laugardaginn 31. nóvember og sunnudaginn 1. nóvember,
föstudaginn 6. nóvember, laugardaginn 7. nóvember og sunnudaginn 8. nóvember,
föstudaginn 13. nóvember, laugardaginn 14. nóvember og sunnudaginn 15. nóvember.
Eftirfarandi svæði eru búin að staðfesta þátttöku í ár, feitletruð verð þýða að orðið hefur hækkun frá því í fyrra hafa verið hækkuð frá því í fyrra.
Svæði | Verð fyrir hvert leyfi | Fjöldi leyfa á dag |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7.500 kr. | 3 |
Hofsháls í Vopnafirði | 6.000 kr. | 2 |
Stóra-Sandfell 1 í Skriðdal | 7.500 kr. | 4 |
Tókastaðir á Fljótsdalshéraði | 6.000 kr. | 4 |
Bakkasel í Fnjóskadal | 7.000 kr. | 3 |
Melar og Skuggabjörg í Fnjóskadal | 9.000 kr. | 4 |
Þórðarstaðaskógur í utanverðum Fnjóskadal | 8.000 kr. | 4 |
Vaglir á Þelamörk í Hörgársveit | 7.000 kr. | 2 |
Heiðalönd ofan Haukadalsskógar | 6.500 kr. | 4 |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6.500 kr. | 6 |
Jórvík í Breiðdal | 6.500 kr. | 2 |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6.500 kr. | 3 |
Við munum uppfæra þennan lista um leið og staðfesting berst frá landeigendum um þátttöku.
Við viljum undirstrika það sama í ár og undanfarin ár.
Veiðileyfi á svæði sem eru til sölu hjá okkur eru einungis seld á hlunnindi.is.
Veiðimenn sem gripnir eru innan svæða og halda því fram að þeir séu með leyfi landeigenda eða umsjónarmanna eða nágranna eða sjálfstæðisflokksins eða vilja ekki sýna kvittanir um kaup á veiðileyfum eru einfaldlega í óleyfi og við hvetjum veiðimenn til að tilkynna þá strax til umsjónarmanns viðkomandi svæðis eða jafnvel lögreglu.
"Ja ég hef nú verið að veiða hérna í töttögu og femm ár og hef aldrei þurft að spyrja neinn um leyfi!" er engin afsökun.
Nýjar jarðir
Skrifað: 3.10.2014 11:06:24, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Skógrækt Ríkisins mun bæta við tveim veiðisvæðum á norðurlandi í ár.
Þórðarstaðaskógur í utanverðum Fnjóskadal (7500 kr per leyfi, 4 leyfi á dag)
Vaglir á Þelamörk í Hörgársveit (6500 kr per leyfi, 2 leyfi á dag)
Sala á leyfum á þessar tvær jarðir mun hefjast þriðjudaginn 7. okt 2014 kl 20:00.
Vonandi hjálpar þetta við að seðja veiðigleði norðlendinga :-)
Rjúpnaveiði 2014
Skrifað: 19.9.2014 20:32:11, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Stefnan er að hefja sölu á veiðileyfum 3. október kl 20:00.
Öllum til upprifjunar eru hérna dagarnir sem veiðar verða leyfðar í ár
föstudaginn 24. október, laugardaginn 25. október og sunnudaginn 26. október,
föstudaginn 31. október, laugardaginn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóvember,
föstudaginn 7. nóvember, laugardaginn 8. nóvember og sunnudaginn 9. nóvember,
föstudaginn 14. nóvember, laugardaginn 15. nóvember og sunnudaginn 16. nóvember.
Eftirfarandi svæði eru búin að staðfesta þátttöku í ár
Svæði | Verð | Fjöldi veiðileyfa |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7500 kr per leyfi | 3 leyfi á dag |
Hofsháls í Vopnafirði | 6000 kr per leyfi | 2 leyfi á dag |
Stóra-Sandfell 1 í Skriðdal | 7000 kr per leyfi | 4 leyfi á dag |
Tókastaðir á Fljótsdalshéraði | 6000 kr per leyfi | 4 leyfi á dag |
Bakkasel í Fnjóskadal | 6500 kr per leyfi | 3 leyfi á dag |
Melar og Skuggabjörg í Fnjóskadal | 8500 kr per leyfi | 4 leyfi á dag |
Heiðalönd ofan Haukadalsskógar | 6000 kr per leyfi | 4 leyfi á dag |
Gilsárdalur - Hallormsstaðaháls | 6000 kr per leyfi | 6 leyfi á dag |
Jórvík í Breiðdal | 6000 kr per leyfi | 2 leyfi á dag |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6000 kr per leyfi | 3 leyfi á dag |
Eftirfarandi svæði verða ekki með í ár
Skógar á Fellsströnd
Við viljum undirstrika það sama í ár og undanfarin ár.
veiðileyfi á svæði sem eru til sölu hjá okkur eru einungis seld á hlunnindi.is.
Veiðimenn sem gripnir eru innan svæða og halda því fram að þeir séu með leyfi landeigenda eða umsjónarmanna eða nágranna eða sjálfstæðisflokksins eða vilja ekki sýna kvittanir um kaup á veiðileyfum eru einfaldlega í óleyfi og við hvetjum veiðimenn til að tilkynna þá strax til umsjónarmanns viðkomandi svæðis eða jafnvel lögreglu.
"Ja ég hef nú verið að veiða hérna í töttögu og femm ár og hef aldrei þurft að spyrja neinn um leyfi!" er engin afsökun.
Rjúpnaveiði á jörðum Skógræktar ríkisins
Skrifað: 15.10.2013 17:17:30, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Vegna fréttar um forkaupsrétt starfsmanna Skógræktar ríkisins á rjúpnaveiðileyfum á jörðum stofnunarinnar, vill skógræktarstjóri árétta eftirfarandi:
Skógrækt ríkisins hefur undan farin ár selt leyfi til rjúpnaveiða á nokkrum jörðum stofnunarinnar. Að þessu sinnu voru 22 dagsleyfi til sölu á 6 jörðum, samtals 264 leyfi á 12 dögum. Af þessum 264 veiðileyfum höfðu 14 leyfi verið seld til starfsmanna Skógræktar ríkisins áður en almenn sala hófst og greiddu þeir sama verð og sett er upp í almennri sölu, þ.e. 6.000 kr. fyrir dagsleyfi.
Undanfarna daga hefur Skógrækt ríkisins borist ábendingar þess efnis að í þessari forsölu geti falist brot á jafnræðisreglu almennra stjórnsýslulaga. Stofnunin hefur því endurskoðað vinnulag sitt og ákveðið að hér eftir verði engin veiðileyfi seld starfsmönnum í forsölu. Þau leyfi sem þegar hafa verið seld starfsmönnum fyrir þetta ár verða afturkölluð og sett í almenna sölu á vefnum hlunnindi.is kl. 20:00 föstudaginn 18. október n.k.
Yfirlýsingu skógræktarstjóra má lesa hér
Uppfærsla á vef
Skrifað: 8.10.2013 19:17:06, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Fyrr í dag var sett inn uppfærsla af vefnum til að laga meðal annars útlit og staðsetningu á textaboxum (nöfn veiðimanna, veiðikortanúmer, netföng og þessháttar).
Mælt er með að notendur haldi niðri CTRL og þrýsti á F5, þá sækir vafrinn uppfærðar skrár af netþjóninum, CTRL + F5.
Hlunnindi.is gjörir kunnugt!
Skrifað: 5.10.2013 12:46:15, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Að sala veiðileyfa mun hefjast þriðjudaginn 8. október 2013 klukkan 20:00.
Við viljum ítreka að veiðimenn taki með sér útprentaðar kvittanir á veiðileyfum, með nöfnum og númerum veiðikorta, og sýni hver öðrum þau til staðfestingar ef menn hittast. Veiðileyfi eru einungis seld á okkar svæði í gegnum hlunnindi.is þannig að þeir sem segjast vera á veiðum með leyfi landeigenda eða vegna þess að þeir hafi alltaf farið þangað eru í leyfisleysi. Papers or GTFO! Rekist veiðimenn á einstaklinga í leyfisleysi eru þeir kvattir til að ræða við þá um að yfirgefa svæðið, og að hafa samband við umsjónarmenn svæðis (upplýsingar um umsjónarmenn eru skráðar á kvittanir) og tilkynna um brotin.
Allar ábendingar um kerfið sjálft og gagnrýni eru vel þegnar, við reynum að bæta okkur frá ári til árs og það er best gert með hjálp notenda. Ábendingar og athugasemdir má senda á netfangið hlunnindi@hlunnindi.is og verður svarað eftir bestu getu.
Svæði í boði 2013
Skrifað: 3.10.2013 16:09:44, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Seld verða veiðileyfi á eftirfarandi svæði í ár
Svæði | Verð | Fjöldi veiðileyfa |
Norðurland | ||
Melar og Skuggabjörg | 6000 kr per leyfi | 4 leyfi á dag |
Bakkasel í Fnjóskadal | 6000 kr per leyfi | 3 leyfi á dag |
Austurland | ||
Stóra-Sandfell í Skriðdal | 6000 kr per leyfi | 4 leyfi á dag |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7500 kr per leyfi | 3 leyfi á dag |
Hofsháls í Vopnafirði | 6000 kr per leyfi | 2 leyfi á dag |
Ormsstaðir í Breiðdal | 6000 kr per leyfi | 3 leyfi á dag |
Jórvík í Breiðdal | 6000 kr per leyfi | 2 leyfi á dag |
Hafursá – Gilsárdalur | 6000 kr per leyfi | 6 leyfi á dag |
Tókastaðir | 6000 kr per leyfi | 4 leyfi á dag |
Vesturland | ||
Ekkert (Skógar á Fellsströnd verða ekki með í ár) | ||
Suðurland | ||
Heiðarlönd ofan Haukadalsskógs | 6000 kr per leyfi | 4 leyfi á dag |
Veiðidagar 2013
Skrifað: 25.9.2013 15:37:33, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki dregið lappirnar mikið þetta árið og er búinn að ákvarða veiðidaga í rjúpnaveiði.
Veiðidagar verða 12 og skiptast á fjórar helgar:
25. - 27. okt, föstudag, laugardag og sunnudag.
1. - 3. nóv, fös, lau, sun.
8. - 10. nóv, fös, lau, sun.
15. - 17. nóv, fös, lau, sun.
Við erum í viðræðum við landeigendur eins og er, þeir þurfa að gefa út hvort þeir vilja ekki örugglega vera með og hvort þeir vilji taka frá einhverja daga fyrir sjálfa sig. Við reiknum með að það klárist í þessari viku og í framhaldi af því munum við gefa út hvenær sala hefst. Stefnan er að gefa út nákvæma dagsetningu u.þ.b. viku fyrir upphaf sölu svo að það komi ekki aftan að neinum, stefnan er að hefja sölu eftir kvöldmat þegar flestir eru komnir heim úr vinnu.
Ný jörð, Tókastaðir á Fljótsdalshéraði
Skrifað: 5.11.2012 09:43:05, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Ný jörð hefur bæst í hópinn! Afleggjarinn upp í Tókastaði er um 5 km fyrir utan Egilsstaði, í áttina að Eiðum. Hægt er að keyra alveg upp að bænum þar sem eru bílastæði. Veiðisvæðið er um 3000 ha, vaxið lyngi og ungum skógi.
Loksins! Loksins
Skrifað: 19.10.2012 19:55:00, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Opnað verður fyrir sölu á veiðileyfum á slaginu kl 20:00 í kvöld, 19. október.
Í ljósi þeirrar umræðu sem alltaf skapast þegar að veiðitíma kemur viljum við ítreka það að veiðileyfi á svæði sem eru til sölu hjá okkur eru einungis seld á hlunnindi.is.
Veiðimenn sem gripnir eru innan svæða og halda því fram að þeir séu með leyfi landeigenda eða umsjónarmanna eða vilja ekki sýna kvittanir um kaup á veiðileyfum eru einfaldlega ekki að segja satt og á að tilkynna þá strax til umsjónarmanns viðkomandi svæðis.
"Ja ég hef nú verið að koma hérna í töttögu og femm ár og hef aldrei þurft að spyrja neinn um leyfi!" er engin afsökun.
Tafir á opnun fyrir sölu
Skrifað: 16.10.2012 14:30:48, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Vegna tæknilegra örðugleika hefur verið ákveðið að fresta opnun á sölu veiðileyfa um sólarhring, stefnt er að því að hefja sölu 17. október kl 18:00.
Beðist er velvirðingar á þessum töfum.
Rjúpnaveiði 2012!
Skrifað: 11.10.2012 18:05:33, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Stefnt er að því að opna fyrir sölu á rjúpnaveiðileyfum þriðjudaginn 16. október kl. 18:00. Ef það breytist þá verður gefin út tilkynning hérna á vefnum, send verður út tilkynning samhljóða þessari frétt á pósthópa.
Eftirfarandi svæði verða í boði hjá okkur í ár:
Svæði | Verð | Fjöldi veiðileyfa |
---|---|---|
Norðurland | ||
Melar og Skuggabjörg | 6.000 krónur per byssu | 4 byssur á dag |
Bakkasel | 6.000 krónur per byssu | 3 byssur á dag |
Austurland | ||
Stóra-Sandfell í Skriðdal | 6.000 krónur per byssu | 4 byssur á dag |
Hofsborgartunga í Vopnafirði | 7.500 krónur per byssu | 2 byssur á dag |
Hofsháls í Vopnafirði | 6.000 krónur per byssu | 2 byssur á dag |
Ormsstaðir í Breiðdal (Nýtt svæði) | 6.000 krónur per byssu | 3 byssur á dag |
Jórvík í Breiðdal | 6.000 krónur per byssu | 2 byssur á dag |
Hafursá-Gilsárdalur | 6.000 krónur per byssu | 6 byssur á dag |
Vesturland | ||
Skógar á Fellsströnd | 6.000 krónur per byssu | 2 byssur á dag |
Suðurland | ||
Haukadalsheiði | 6.000 krónur per byssu | 4 byssur á dag |
Veiðimenn koma til með að geta sjálfir breytt nöfnum og veiðikortanúmerum á þeim veiðileyfum sem þeir kaupa. Það verður settur hlekkur hægra megin á síðunni sem heitir "Breyta nöfnum veiðimanna", þar er sett inn númer kvittunarinnar og öryggiskóði og þá kemur upp möguleikinn á að breyta nöfnum og veiðikortanúmerum. Eftir að breytingar hafa verið vistaðar verður send út ný kvittun á það netfang sem var skráð þegar leyfi voru keypt.
Veiðimenn sem kaupa sér veiðileyfi eru eins og alltaf hvattir til að prenta út kvittanirnar og hafa með sér á veiðisvæði, eins eru veiðimenn hvattir til að sýna hver öðrum kvittanir ef þeir hittast og tilkynna það til tengiliðs svæðis ef þeir rekast á einhverja sem segjast hafa leyfi en eru ekki með eða vilja ekki sýna kvittanir. Veiðileyfi á fyrrnefnd svæði eru bara seld í gegnum hlunnindi.is og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega í óleyfi. Nöfn og símanúmer tengiliða svæða verða prentuð út á kvittanir.
Við erum alltaf að leita að nýjum svæðum, bæði fyrir rjúpna og gæsaveiði. Landeigendur eru hvattir til að skoða þennan bækling og hafa svo samband við okkur á hlunnindi@hlunnindi.is ef þeir hafa áhuga á að selja á sín svæði í gegnum hlunnindi.is.
Ný jörð, Hof í Vopnafirði
Skrifað: 25.10.2011 15:02:56, Höfundur: Sigurður Páll Behrend
Ný jörð er búin að bætast við hjá okkur, Hof í Vopnafirði, með tvö svæði.
Hofsás er fyrir ofan bæinn Hof, neðri mörk þess eru í um 100m hæð og efri mörk í 220 til 250m hæð.
Hofsborgartunga liggur neðar, í um 50m hæð yfir sjávarmáli en er kjarri vaxið.
Bæði svæðin eru talin góð rjúpnasvæði af þeim sem til þekkja, það eru tvö veiðileyfi í boði á hverjum degi.
Hægt er að fá gistingu á Síreksstöðum sem er stutt frá báðum svæðum.